Spaghetti carbonara

2 pakkar Pastella fettucine naturel 250 g

2 pakkar beikon í skífum, u.þ.b. 125 g

2 ½ dl matreiðslurjómi

100 g rifinn ostur (t.d. parmesan)

2 egg

Nýmalaður svartur pipar

Salt

Rifinn ostur til að skreyta

Klippið beikonskífurnar í minni bita og steikið þar til beikonið er orðið stökkt og gullið. Setjið beikonið á eldhúspappír og þerrið fituna af. Hellið fitunni af pönnunni og þurrkið. Hitið varlega matreiðslurjóma og rifinn ost í potti þar til osturinn er bráðnaður og massinn er orðinn heitur í gegn. Sjóðið á meðan pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Geymið aðeins af soðvatninu. Blandið pastað við heita sósuna, eggin, 2/3 af beikoninu og kryddið vel með svörtum pipar. Blqandið vel saman, hægt er að bæta soðvatni út í ef sósan er of þykk. Raðið á disk og sg skreytið með restinni af beikoninu, smá rifnum parmesan og fínt saxaðri basilíku. Berið fram strax.

Ábending: hægt er að gera réttinn léttari með því að sleppa eggjum og matreiðslurjómanum og skipta út fyrir 3 dl af mildri ostasósu

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter