Súkkulaðibollakökur með appelsínuívafi og berjatoppi
Ca. 10 kökur
3 egg
100 g sykur
2 tsk vanillusykur
100 g smjör
½ dl vatn
100 g hveiti
30 g kakó
1 tsk lyftiduft
100 g appelsínumarmelaði frá Den Gamle Fabrik
50 gr smátt saxað suðusúkkulaði
Toppur:
¼ l rjómi
100 g sólberjasulta frá Den Gamle Fabrik
1 bakki fersk hindber eða brómber
Fersk mynta (má sleppa)
Aðferð:
Þeytið eggjarauður, sykur og vanillu vel saman. Bræðið saman vatn og smjör. Blandið hveiti, kakó og lyftidufti vel saman og blandið svo varlega saman við eggjablönduna. Bætið að lokum súkkulaðinu og bræddu smjörinu saman við.
Skiptið blöndunni í 10 bollakökuform og bakið við 180°C í 20 mínútur. Látið kólna. Þeytið rjómann og blandið sólberjasultu varlega saman við. Toppið bollakökurnar með sólberjarjómanum og ferskum berjum, og ferskri myntu ef vill.
Verði ykkur að góðu!