Sveittur roastbeef bátur sem þú munt elska

Sveittur bátur með roastbeef, sinnepssósu, súrum gúrkum, rauðkáli, steiktum og svissuðum lauk, er það ekki að hljóma vel ? Kannski væri það ekki fyrsta val allra en ég get lofað að þið verðið ekki svikinn af þessum.

Sjá meira á www.paz.is

INNIHALD:

Bátur

 • 2x Bátabrauð (fást í Hagkaup t.d.)
 • Rauðkál (mæli með frá Beauvais)
 • Súrar gúrkur (mæli með frá Beauvais)
 • 1 laukur
 • 25 gr smjör
 • steiktur laukur
 • Tilbúið roastbeff c.a 250 gr ef á að gera 2 báta (fæst í kjörbúð sem álegg)
 • Aromat krydd

Sinnepssósa

 • 250 gr maynoes
 • 3 msk sætt sinnep (mæli með frá Bähncke)
 • 2 msk hunang
 • smá aromat krydd

Aðferð:

 1. Byrjið á að skera lauk í ræmur og steikja með smjörinu á pönnu, passið að steikja við mjög vægan hita, meira svona sjóða hann í smjörinu en steikja þar til hann er mjúkur
 2. Byrjið svo á sinnepsssósunni en þar er öllu bara hrært saman sem á að vera í henni
 3. Setjið svo bátabrauðið á pönnuna við vægan hita og ristið að innan og utan, ekki skera brauðið alveg í sundur, heldur leyfið því að hanga saman á annari hliðinni
 4. Takið af pönnunni og setjið þá roastbeef, laukinn sem þið voruð að mýkja, súru gúrkurnar og rauðkálið á pönnu við vægan hita og leyfið því svona að léttsteikjast saman (athugið hér er magnið eftir smekk en ég set alveg 5-6 sneiðar af roastbeef á hvern bát og vel af gúrkum, rauðkáli og lauk)
 5. Kryddið með smá aromat
 6. Setjið svo sósu á brauðið og vel af henni
 7. Raðið svo öllu á milli sem var á pönnuni og stráið steiktum lauk (þá svona pylsusteiktum lauk) yfir allt og sósu aftur
 8. Lokið bátnum og hitið smá aftur á pönnunni
 9. Gott er svo að vefja honum inn í smjörpappa til að borða hann
Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter