Tortellini con pollo

2 pakkar tortellini með ricotta og basilíku

250 g kjúklingur í bitum

1 laukur, smátt skorinn

250 g sveppir, skornir

¼ l rjómi

Salt

Grófmalaður pipar

1 búnt steinselja

Svissið lauk æi olíu, bætið kjúklingi og sveppum saman við. Steikið þar til hráefnin hafa tekið lit. Hellið rjóma saman við og látið sósuna krauma meðan pastað er soðið. Blandið soðnu pastanu saman við sósuna á pönnunni og berið réttinn fram með ferskri steinselju.

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter