Tortellini piccanti

2 pakkar Pastella tortellini með tómat og mozzarella

1 msk olía

1 laukir

1 hvítlauksgeiri

1 rauður chilli, smátt skorinn

200 g beikonkurl eða smátt skorið beikon

1 dós hakkaðir tómatar

Salt

Grófmalaður pipar

Handfylli basilíka

Rifinn parmesan

Saxið lauk, hvítlauk og chilli, steikið í olíu og bætið beikoni við. Steikið þar til beikonið er farið að taka góðan lit. Bætið hökkuðum tómötum, basilíku, salti og pipar út á pönnuna. Leyfið sósunni að krauma meðan pastað er soðið. Bætið pastanu út í sósuna og berið réttinn fram með ferskum rifnum parmesan.

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter