Truflað góður djúpsteiktur camembert


Það heyrist hátt hhhaaatttssss brakhljóð þegar maður bítur í hann svo stökkur er hann.

– María, eigandi www.paz.is

Í salatið með camembert ostinum þarf:

 • Kálblanda með klettasalati er best finnst mér
 • Jarðaber, brómber og vínber (getið líka valið bara eina tegund af þessum)
 • Piccolo tómata eða cherrie
 • Svartar ólífur
 • 1/2 bolli hnetur að eigin vali og fræum
 • 1 msk hunang
 • gróft sjávarsalt

Aðferð:

 1. Hellið kálinu í skál og skerið tómatana, jarðaberin og vínberin niður í smærri bita
 2. Setjið út á salatið ásamt ólífunum
 3. Ristið svo fræhnetublönduna á pönnu og setjið eina msk hunang út á þannig það þekji vel allar hnetur
 4. Takið af pönnunni og leggjið á smjörpappa og saltið yfir með grófu salti. Setjið í frysti í örlita stund eða þar til orðið kalt og hart
 5. Skerið svo hnetublönduna smátt niður og setjið á salatið
 6. Gott er að hella ögn af góðri ólífuolíu yfir salatið og salta ef vill en má sleppa
 7. Berið svo ostinn fram með salatinu góða, kexi eða snittubrauði og sultu. Mæli með Den Gamle Fabrik sultunum

Hugmynd að ostabakka

 • Ostabitar frá Alpenhain.
 • Pistasíuhnetur saltar án kjarna og hungangsristaðar jarðhnetur eru rosa góðar með ostum.
 • Ber eins og bláber, brómber, jarðaber og vínber passa vel með ostum.
 • 70% súkkulaði en það er rosalega gott með ostum.
 • Sultur bestar frá Den Gamle Fabrik.
 • Svo er auðvitað alltaf gott að hafa pylsur eins og drekapylsur, pepperoni og hráskinku.
 • Gott kex eða snittubrauð.
Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter