Vanilluvöfflur með hindberjasultu

Uppskrift fyrir 4-6

 

50 g smjör
2 ½ dl nýmjólk
1 vanillustöng
2,5 dl súrmjólk
3 egg
2 tsk lyftiduft
100 g hrásykur
300 g hveiti

 

Ofan á:

Hindberjasulta frá Den Gamle Fabrik
Fersk hindber
Sítrónumelissa

 

Aðferð:

Bræðið smjörið og blandið saman við nýmjólk, kornin úr vanillustönginni og súrmjólk.  Þeytið eggin í annarri skál og blandið saman við. Blandið lytidufti, hrásykri og hveiti saman og hellið út í deigið. Hrærið vel saman.

Bakið í vöfflujárni og  berið fram með hindberjasultu, ferskum hindberjum og sítrónumelissu.

 

Verði  ykkur að góðu!

Nýjustu uppskriftirnar

Settu inn leitarorð og ýttu á enter