Vegan pulsur með guacomole og sriracha

Eldunartími: 40-50 mínútur

Uppskrift fyrir: 4


Ég lagði smá próf fyrir fjölskylduna um daginn þegar ég ákvað að elda vegan pulsur frá Anamma án þess að segja þeim frá því að pulsurnar væru vegan.


Ég gerði aðeins óhefðbundnari pulsur fyrir okkur foreldrana sem voru ótrúlega góðar og alveg vegan. Ég setti guacomole í botninn og sriracha sósu yfir sem er frekar sterk, óhætt að segja að útkoman hafi verið mjög góð.


Strákurinn okkar fékk svo pulsu með tómatsósu, sinnep, remúlaði og steiktum lauk eins og hann er vanur að gera, og viti menn, minn maður borðaði 2 pulsur með bestu lyst eins og hann gerir alltaf! Hann tók sem sagt ekki eftir neinu öðruvísi þrátt fyrir að þær væru vegan.

Segir Linda ben, eigandi matar- og lífstílsbloggsins www.lindaben.is.

Vegan pulsur með guacomole og sriracha:

 • Anamma Vegokorv pulsur
 • Pulsubrauð
 • 2 meðalstór þroskuð avocadó
 • 1 mangó
 • ½ lítill rauðlaukur
 • Safi úr ½ lime
 • Salt og pipar
 • Kirsuberjatómatar
 • Salatblanda
 • Sriracha sósa
 • Sriracha mayo sósa

Aðferð:

 1. Takið pulsurnar frosnar úr umbúðuum og setjið á meðal heita pönnu með olíu, steikið á meðal hita í 10 mín, snúið þeim reglulega á meðan þið steikið þær.
 2. Setjið avocadóin í skál og stappið þau niður, skerið mangóið og rauðlaukinn í litla teninga, kreistið hálfa lime yfir og kryddið með salti og pipar, blandið öllu saman.
 3. Hitið brauðin inn í ofni á 150ºC í 5 mín.
 4. Skerið kirsuberjatómatana niður í 4 hluta.
 5. Setjið guacomole í botninn á brauðin, pulsurnar í brauðin ásamt tómötum og örlitlu salati. Sprautið sriracha sósu og sriracha mayo yfir.
Við mælum líka með

Settu inn leitarorð og ýttu á enter