Veganbollur í rauðri sósu

Einfaldur, fljótlegur og hrikalega bragðgóður réttur sem auðvelt er að skella í.

Innihald:

  • Ca 300 gr. Anamma veganbollur
  • 1 dós tómatar
  • 4 stk laukar
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 1 tsk paprikukrydd
  • 1 msk miso (sojabaunamauk)
  • 1 msk tómatpúrra

 

Aðferð:

  1. Saxið lauk og hvítlauk og blandið saman. Steikið létt á pönnu við vægan hita í smá olíu saman með paprikukryddi, tómatpúrru og miso. Bætið við tómötum og smá vatni og látið malla í 20 mínútur.  Bragðbætið með salti og pipar.
  2. Steikið Anamma veganbollurnar í smá olíu í um það bil 12 mínútur á meðalhita. Blandið út í sósuna og látið malla í nokkrar mínútur í viðbót.
  3. Borið fram með grjónum, pasta og/eða brauði.
Við mælum líka með

Settu inn leitarorð og ýttu á enter