leksands logo

Leksands var stofnað árið 1929 í Dölunum í Svíþjóð. Fyrirtækið er enn í eigu sömu fjölskyldu, og í dag er það 6. kynslóðin sem hefur tekið við stjórntaumunum.

Allt frá upphafi hefur verið notast við sömu uppskrift og hrökkbrauðið frá Leksands inniheldur einungis 100% heilkorna-rúgmjöl, lyftiefni, vatn og salt – engin rotvarnar- eða aukaefni. Allt mjöl er malað á staðnum.

AUGLÝSINGAR

Leksands leggur mikið upp úr umhverfisvernd. Hráefnin eru keypt eins nálægt verksmiðjunni og mögulegt er, hiti úr bakaraofnum er endurnýttur til að hita upp húsnæðið og allt rafmagn er framleitt með vindorku.

Leksands kynnti til leiks hrökk-pizzu, þar sem kringlótt hrökkbrauðið eða sneiðarnar eru notaðar sem pizzabotn. Þetta fyrirbrigði náði miklum vinsældum og býður upp á marga spennandi möguleika.

Leksands vörumerkið er mjög vinsælt og vel þekkt í Svíþjóð, en Leksands er með 25% markaðshlutdeild. Á undanförnum árum hefur merkið verið kynnt inn á hina Norðurlandamarkaðina með mjög góðum árangri.

Settu inn leitarorð og ýttu á enter