xmom-logo-color-1024x918.jpg.pagespeed.ic_.ewb0xgrego

Master of Mixes

Master of Mixes er mest selda vörumerkið á neytendavörumarkaðnum í Bandaríkjunum þegar kemur að tilbúnum kokteilblöndum. Fyrirtækið var stofnað snemma á áttunda áratugnum og er fyrsta kokteilblöndufyrirtækið sem notfærir sér bjarta og líflega liti til að vekja athygli og auka þar af leiðandi sölu. Einungis er notast við fyrsta flokks ávexti við framleiðslu kokteilblandanna. Afar auðvelt er að útbúa og blanda ljúffenga kokteila með hjálp Master of Mixes kokteilblöndum. Í dag eru kokteilblöndurnar seldar í hverju einast ríki í Bandaríkjunum og í 33 öðrum löndum.

MOM UPPSKRIFTIR

Mango Daiquiri & Margarita
Kokteilblanda 1l

mango-margarita

Hið framúrskarandi Alphonso mangó er sótt alla leið frá Indlandi og því næst bætum við smá límónusafa og náttúrulegum bragð- og sætuefnum við til að fá hið fullkomna bragð. Við erum stolt af því að kynna Mangó daiquiri & margarita blönduna frá Master of Mixes. Bragðgóður og girnilegur kokteill á augabragði!

Margarita kokteilblanda 1l

Master of Mixes Margaritu blandan er úr hágæða límonaðisafa og agave sírópi sem er ein besta undirstaðan í góðan Margaritu kokteil.
Kokteilmixið má blanda við Tequila, Sprite eða safa og þú ert komin með dýrindis kokteil, hvort sem þú kýst að hafa hann áfengan eða óáfengan. Hlutföllin eru um það bil einn á móti fjórum.

Pina Colada kokteilblanda 1l

Pina Colada kokteilblandan frá Master of Mixes er mest selsta kokteilblandan sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Extra mjúk og kremuð blanda búin til úr hágæða kókos-og ananassafa.
Blöndunni má blanda við ljóst romm, gos eða safa og þú ert komin með dýrindis kokteil, hvort sem þú kýst að hafa hann áfengan eða óáfengan. Hlutföllin eru um það bil einn á móti fjórum. Tilvalið ef þú vilt bjóða uppá ferskan og suðrænan drykk við hin ýmsu tækifæri.

Strawberry Daquiri kokteilblanda 1l

Strawberry Daiquiry er einn vinsælasti drykkur í heimi og ekki að ástæðulausu. Einstaklega bragðgóður, frískandi og fallega rauður á litinn. Með Master of Mixes blöndunni er auðvelt að skella í einn slíkan kokteil. Blandan er stútfull af hágæða jarðaberjum og bragðbætt með lime. Einfaldlega bætið við léttu rommi eða tequila, setjið öll hráefnin saman í blandara og berið fram í kokteilglasi. Skemmtilegt er að skreyta kantinn á glasinu með jarðaberi.

Mojito kokteilblanda 1l

Ef Mojito er einn af þínum uppáhaldsdrykkjum en þér leiðist að leita að góðum myntulaufum og merja þau, þá er Master of Mixes Mojitoblandan eitthvað fyrir þig. Búið er finna öll þau lykilhráefni sem þurfa í þennan góða drykk og blanda þeim í Master of Mixes blöndu. Einfaldlega bæðið við léttu rommi og sódavatni og voila- þið eruð komin með ljúffengan Mojito.

ÁVEXTIRNIR

Einungis er notast við hágæða hráefni við framleiðslu á Master of Mixes kokteilblöndunum. Ávaxtabýlin eru sérvalin og ávextirnir eru einungis týndir þegar þeir eru fullþroskaðir. Þegar vinnslan hefst í verksmiðjunni er notast við sérstaka mjúkvinnsluaðferð. Þessi vinnsluaðferð skilar meira bragði, fallegri og dýpri lit og lengra geymsluþoli án þess að sjóða niður eða karamellisera ávextina eins og er algengt í sambærilegum vörum.

EINFALDLEGA HELLA OG BLANDA

Þú þarft ekki að vera reyndur barþjónn til þess að búa til bragðgóða kokteila. Það eru einungis tvö einföld skref þegar þú blandar kokteila með
Master of Mixes… hella og blanda! Þú getur gengið að því vísu að kokteillinn verður jafngóður í hvert einasta skipti. Hentar fullkomlega í partý eða veislur heimafyrir, í sumarbústaðinn eða jafnvel í útilegur.

Settu inn leitarorð og ýttu á enter