Asíur

Við þekkjum öll asíur með jólamatnum, en stökku, súrsætu asíurnar frá Beauvais eru líka gómsætar með wok réttum eða tortillum.

Ferska uppskeru af asíum er einungis hægt að fá frá ágúst til september, en þær eru fluttar rakleiðis í verksmiðju Beauvais þar sem þær eru unnar. Bragðið er milt með súrum keim.

Fróðleikur

Úr hverju eru asíur eiginlega? Er í alvöru til einhver ávöxtur eða grænmeti sem kallast asíur?

Asíur eru einfaldlega stórar gúrkur (Cucumis sativus) sem yfirleitt eru seldar súrsaðar. Nafnið er hingað komið úr dönsku en þar er asie notað um kjarnhreinsaða, niðurskorna og súrsaða gúrku í edikslegi. Danska orðið gæti verið afbökun orðsins achar sem er haft um hvers kyns súrsað og kryddað grænmeti og ávexti.

Tengdar vörur

Settu inn leitarorð og ýttu á enter